Eldhúsið er opið:

17:00 til 23:00 sunnudag til fimmtudags

17:00 til 00:00 föstudag & laugardag

 

Við eigum afmæli...og þér er boðið

994334_497801746984325_691221371_n Við eigum afmæli...og þér er boðið!

Miðvikudaginn 9. október höldum við upp á 19. ára afmælið okkar með pompi og prakt. DJ Javi sér um sjóðheita latín tóna og Sirkus íslands heldur uppi stuðina ásam hinni einu sönnu Siggu Kling.

Eins og síðustu ár verða veitingar og veigar á afmælisverði.

10 vinsælustu tapasréttirnir verða í boði á aðeins 890 kr.

 • Marineraðar lambalundir með lakkríssósu
 • Bleykja með rauðrófusalati, aspas og ylliblóma-hollandaise
 • Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús

 • Hvítlauksbakaðir humarhalar

 • Kjúklingalundir með blómkáls couscous, furuhnetum, blómkálsmauki og alioli

 • Serrano með melónu og piparrótarsósu

 • Grillaðar lambalundir í bjórgljáa með bjór-karamellusósu, blómkálsmauki og svartrót

 • Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu

 • Nautalund í Borgunion sveppasósu
 • Blómkál og romanesco-brokkóli með blómkálsmauki, lime-pistasíu vinaigrette og granateplum

Allir fá svo ljúffengu og margrómuðu súkkulaðikökuna okkar í eftirrétt.

Það er um að gera að panta borð strax í dag. Í fyrra komust færri að en vildu.

Afmælisleikur

Eins og fyrri ár blásum við til glæsilegs afmælisleiks þar sem við gleðjum heppna vini með frábærum vinningum.
Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að fara inn á facebook síðu Tapasbarsins: https://www.facebook.com/tapasbarinn/

Vinningarnir eru ekki af verri endanum og í aðalvinning er ferð til Tenerife á Spáni að eigin vali, að verðmæti 400.000 kr., með ferðaskrifstofunni Heimsferðum.

Þú átt líka möguleika á að vinna;

 • 10 kassa af Nocco að eigin vali
 • 20.000 kr. gjafabréf í tískuverslunum Bestseller
 • Dekurdagur fyrir 2 í Laugar Spa

 • Árskort í World Class

 • Gjafabréf fyrir tvo fullorðna og tvö börn í hvalaskoðun með Eldingu
 • 2 kassa af eðalvíni frá Campo Viejo

 • 20.000 kr. gjafabréf á Tapasbarinnn

 • 10.000 kr. gjafabréf á Tapasbarinn
 • Og einn heppinn hreppir heilar 19 Sangria könnur!

Það er um að gera að vera með, aldrei að vita nema þú verðir heppin(n).

Við drögum út fimmtudaginn 10. október.