Afmæli

Við eigum afmæli...og þér er boðið!

Miðvikudaginn 9. október höldum við upp á 24 ára afmælið okkar með pompi og prakt.
Staðurinn opnar kl. 16.00 verður fullur af sjóheitri stemningu, glimmeri, dansi og gleði. Sirkus Íslands kíkir við
ásamt súperstjörnunni Siggu Kling, Blaðraranum, Glimmerstöðinni og fleiri frábærum gestum.

Hinn eini sanni Páll Óskar startar frábæru kvöldi og skemmtir milli 16.30 og 17.00!

Eins og síðustu ár verða veitingar og veigar á afmælisverði.

 

10 vinsælustu tapasréttirnir 1.490 kr.

 

  • Marineraðar lambalundir með lakkríssósu
  • Túnfiskur með avókadómauki, chili-furuhnetu salsa og tapioca
  • Steiktur saltfiskur með pesto og sætkartöflumús
  • Risarækjur al ajillo með chorizo og hvítlauks-chorizo smjörsós
  • Kjúklingalundir með blómkáls couscous, furuhnetum,blómkálsmauki og alioli
  • Serrano með melónu og piparrótarsósu
  • Grillaðar lambalundir í bjórgljáa með bjór-karamellusósu,blómkálsmauki og svartrót
  • Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu
  • Nautalund með trufflusveppa-duxelles og bourgunion sveppasósu
  • Blómkál marinerað með saffran með lime-pistasíu vinaigrette, blómkálsmauki og granateplum

 

Heimsfræga súkkulaðitertan okkar  með berjacompoté og þeyttum rjóma 990 kr.

Það er um að gera að panta borð strax í dag. Síðustu ár hafa færri  komist að en vildu.

 

Afmælisleikur

Eins og fyrri ár blásum við til glæsilegs afmælisleiks þar sem við gleðjum heppna vini með frábærum vinningum.
Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að fara inn á facebook síðu Tapasbarsins: https://www.facebook.com/tapasbarinn/

Vinningarnir eru ekki af verri endanum og í aðalvinning er sólarferð til Spánar að verðmæti 250.000 kr. með Úrvali Útsýn.

Það er um að gera að vera með, aldrei að vita nema þú verðir heppin(n).

Við drögum út í afmælisleiknum fimmtudaginn 10. október

 

TAP-afmaeli-fb-200924