
Tapasbarinn fagnar 25 ára afmæli miðvikudaginn 8. október.
Staðurinn opnar snemma, kl. 16.00.
Afmælisverð er á 10 vinsælustu tapasréttunum ásamt drykkjum
og staðurinn fullur af tónlist, dansi og sjóðheitri stemningu.
Bríet byrjar gleðina kl. 16.30 og Sigga Beinteins og Una Torfa koma við
og taka lagið.
Patrekur Jaime sér um skemmtilegt afmælis-happdrætti.
Sirkus Íslands verður á staðnum og Glimmerstöðin sér um að allir
séu glitrandi og gordjöss.
Blaðrarinn og fleiri frábærir gestir kíkja við.
Tryggðu þér borð, við hlökkum til að sjá þig!
Afmælisleikur
Við mælum svo með að þú takið þátt í risa afmælisleik Tapasbarsins á Facebook.
Fjöldi veglegra vinninga eru dregnir út fram að afmæli meðal annars sólarferð að verðmæti 500.000 kr.
Taktu þátt hér:
https://www.facebook.com/tapasbarinn