Eldhúsið er opið:

17:00 til 23:00 sunnudag til fimmtudags

17:00 til 00:00 föstudag & laugardag

 

Fiskréttir

Skelfisk Paella

Fiskréttir

(Fyrir 2)

  • 300g. Soðin Hrísgrjón
  • 70g. Hörpuskel
  • 70g. Risarækja
  • 70g. Humar pillaður úr skelinni
  • 3msk. Humarsósa
  • 1msk. Romesco sósa

 

Aðferð

Skelfiskurinn er steiktur á pönnu með hvítlauksolíu, hrísgrjónunum og sósunni bætt við og þetta steikt þar til allt hefur verið hitað í gegn.

Romesco Sósa

  • 2stk. Laukur
  • 5stk. Rauð paprika skorin í fína strimla
  • 3msk. Hvítlauksolía
  • 40g. Ferskst Oregano
  • 40g. Ferskur Basil
  • 2 Dósir flysjaðir tómatar
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 3msk. Kjúklingakraftur

 

Aðferð

Grænmetið er hitað í potti með kryddjurtunum og hvítlauksolíunni. Tómötunum er bætt út í með safa og þetta soðið í 10 mínútur. Blandan er maukuð og smökkuð til með salt, pipar og kjúklingakrafti.

Humargrunnur

  • 2L. Humarsoð
  • 3dl. Portvín
  • 1msk. Kjúklingakraftur
  • 5dl. Rjómi
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Roux (100g brætt smjör og 80g hveiti blandað saman)

 

Aðferð

Portvínið er sett í pott og soðið niður um helming til að ná áfenginu úr því. Því er svo bætt út í humarsoðið og það soðið upp. Smakkað til með kjúklingakraft, salt og pipar. Súpan er svo þykkt með roux og soðið í 15 mínútur. Rjómabætt í endan.