Eldhúsið er opið:

17:00 til 23:00 sunnudag til fimmtudags

17:00 til 00:00 föstudag & laugardag

 

Kjötréttir

Nautabani

Kjötréttir

(fyrir 1)

  • 1stk. Nautaspjót 70g.
  • 1stk. Kjúklingaspjót 70g.
  • 1stk. Grísaspjót 70g.
  • 1stk. Lambaspjót 70g
  • 1stk. Humarspjót 70g.
  • 1stk. Bökuð kartafla
  • Salat
  • Alioli sósa
  • Burgundy sósa

 

Aðferð

Spjótin eru grilluð og stungin í kartöfluna. Salatinu dreift í kring og það skreitt með feta osti og fersku grænmeti. Borið fram með Alioli og Burgundy sósu.

Alioli

  • 8stk. Eggjarauður
  • 3msk. Dijon sinnep
  • 3stk. Bakaðar kartöflur
  • Nokkrir þræðir Safran
  • 1dl. Hvítlauksolía
  • Salt og pipar
  • 3L Olía
  • 1L Vatn

 

Aðferð

Allt nema olían og vatnið er maukað saman í matvinnsluvél. Helmingnum af vatninu er bætt við, og sósan síðan þykkt með olíunni. Sósan má aldrei verða of þykk, nota afganginn af vatninu til þess að þynna hana út eftir þörfum.

Burgundy sósa

  • 2stk. Rauðlaukur
  • 10stk. Kjörsveppir
  • 200g. Bacon
  • 1 grein Rósmarín
  • 5dl. Rauðvín
  • 4msk. Nautakraftur
  • 2msk. Kjúklingakraftur
  • 5L Vatn
  • Smjörbolla (200g. brætt smjör og 200g. hveiti blandað saman)

 

Aðferð

Laukur, sveppir, bacon og rósmarín er brúnað í stórum potti. Rauðvíninu er bætt við og það látið sjóða niður um helming. Vatni bætt við og soðið upp á sósunni. Laukur, bacon og sveppir eru sigtuð frá og geymd. Sósan er þykkt með roux og soðin í 15 mínútur. Sósan er sigtuð aftur, og lauknum, sveppunum og rósmarín bætt aftur við.